UM JEPPAFELGUR.IS

Ég heiti Elmar Snorrason og er Borgfirðingur búsettur í Hvalfjarðarsveit. Ég er húsasmiður með jeppadellu og var fyrir nokkru að leita að jeppafelgum fyrir 38” eða stærri dekk. Þá fór ég að leita út fyrir landsteinana og komst í samband við framleiðanda í Kína sem bauð mér 14” breiðu felgurnar sem ég var að leita að. Í fyrstu pantaði ég fáeina ganga hjá honum til að taka út gæði og þær felgur komu hingað til lands sumarið 2018. Þá var ekki aftur snúið og ég hef nú hafið innflutning og endursölu á þessum gæðafelgum.

Shopping Cart